Börnum með offitu synjað um tryggingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:30 Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn. Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn.
Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30