Cristiano Ronaldo með 5,9 milljarða á ári í tekjur af Instagram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 22:30 Cristiano Ronaldo er alls með 187 milljónir fylgjendur á Instagram sem er ótrúleg tala. Getty/Jeff Spicer Enginn í heiminum hefur meiri tekjur af Instagram en portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Á þessum lista er hann með yfirburðarforystu á Lionel Messi. Cristiano Ronaldo er hreinlega í sérflokki í heiminum þegar kemur að tekjum af samskiptamiðlunum Instagram. Hvorki Lionel Messi, Kendall Jenner eða David Beckham eiga möguleika í hann. Það vekur athygli að fótboltamenn eru mjög áberandi á topp tíu listanum yfir þá sem fá mestar tekjur í gegnum Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. Fyrir utan söngkonuna Selena Gomez þá eru þar bara fótboltamenn og meðlimir úr Kardashian-Jenner fjölskyldunni.Athletes including @Cristiano and @neymarjr dominate the top earners for paid #Instagram posts.#smsports#sportsbizpic.twitter.com/ZsltzhAOpQ — Akif Malik (@akifmalik) November 5, 2019 Cristiano Ronaldo fær mjög há laun fyrir að spila með Juventus á Ítalíu og er auk þess með marga myndarlega auglýsingasamninga ótengdum Instagram. Peningarnir flæða inn á bankareikninga Portúgalans. Ronaldo er alls með 187 milljónir fylgjendur á Instagram sem gefur honum líka einstakt tækifæri til að ná til aðdáenda sinna. Það gefur líka auglýsendum mikla útbreiðslu og fyrirtæki borga allt að eina milljón Bandaríkjadala fyrir birtingu á síðu Ronaldo. Alls hefur Ronaldo 47,8 milljónir Bandaríkjadala eða 5,9 milljarða á ári í tekjur af Instagram. Ronaldo er næstum því með tvöfalt meiri tekjur af Instagram en Messi sem er í öðru sæti með 23,3 milljónir Bandaríkjadala í tekur af miðlinum. David Beckham og Ronaldinho eru báðir hættir í fótbolta fyrir talsverðu síðan en komast samt inn á þennan lista. Beckham er í fjórða sætinu en Ronaldinho í því níunda. Ronaldinho er þannig með meiri tekjur af Instagram en Khloe Kardashian. Ítalski boltinn Samfélagsmiðlar Spænski boltinn Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Enginn í heiminum hefur meiri tekjur af Instagram en portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Á þessum lista er hann með yfirburðarforystu á Lionel Messi. Cristiano Ronaldo er hreinlega í sérflokki í heiminum þegar kemur að tekjum af samskiptamiðlunum Instagram. Hvorki Lionel Messi, Kendall Jenner eða David Beckham eiga möguleika í hann. Það vekur athygli að fótboltamenn eru mjög áberandi á topp tíu listanum yfir þá sem fá mestar tekjur í gegnum Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. Fyrir utan söngkonuna Selena Gomez þá eru þar bara fótboltamenn og meðlimir úr Kardashian-Jenner fjölskyldunni.Athletes including @Cristiano and @neymarjr dominate the top earners for paid #Instagram posts.#smsports#sportsbizpic.twitter.com/ZsltzhAOpQ — Akif Malik (@akifmalik) November 5, 2019 Cristiano Ronaldo fær mjög há laun fyrir að spila með Juventus á Ítalíu og er auk þess með marga myndarlega auglýsingasamninga ótengdum Instagram. Peningarnir flæða inn á bankareikninga Portúgalans. Ronaldo er alls með 187 milljónir fylgjendur á Instagram sem gefur honum líka einstakt tækifæri til að ná til aðdáenda sinna. Það gefur líka auglýsendum mikla útbreiðslu og fyrirtæki borga allt að eina milljón Bandaríkjadala fyrir birtingu á síðu Ronaldo. Alls hefur Ronaldo 47,8 milljónir Bandaríkjadala eða 5,9 milljarða á ári í tekjur af Instagram. Ronaldo er næstum því með tvöfalt meiri tekjur af Instagram en Messi sem er í öðru sæti með 23,3 milljónir Bandaríkjadala í tekur af miðlinum. David Beckham og Ronaldinho eru báðir hættir í fótbolta fyrir talsverðu síðan en komast samt inn á þennan lista. Beckham er í fjórða sætinu en Ronaldinho í því níunda. Ronaldinho er þannig með meiri tekjur af Instagram en Khloe Kardashian.
Ítalski boltinn Samfélagsmiðlar Spænski boltinn Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira