Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:15 Ættingi sýnir blaðamanni AP myndir af fórnarlömbum árásarinnar. AP/Rick Bowmer Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó. Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó.
Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49