Lífið

Nökkvi um sambandsslitin: „Við erum að tækla þetta með kærleik“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nökkvi og Anna voru saman í nokkur ár. Hér eru þau á góðri stundi árið 2017.
Nökkvi og Anna voru saman í nokkur ár. Hér eru þau á góðri stundi árið 2017.
„Sambandsslit eru alltaf erfið en ég get sagt það með öllu mínu hjarta að samskiptin við Önnu er afar góð og við erum að tækla þetta með kærleik,“ segir athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason sem var í sambandi með fegurðardrottningunni Önnu Láru Orlowska en hún var krýnd ungfrú Ísland árið 2016.

Þau hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina. Nökkvi Fjalar stofnaði Áttuna á sínum tíma og gerði góða hluti með fyrirtækið á samfélagsmiðlum. Í dag rekur hann samfélagsmiðlafyrirtækið SWIPE.

„SWIPE er nýjasta verkefnið mitt sem fór af stað í sumar. SWIPE er framleiðsluhús sem hjálpar fyrirtækjum að hafa áhrif á samfélagsmiðlum. SWIPE sérhæfir sig í því að gera efni með fyrirtækjum sem einblínir á það að ná til notenda,“ segir Nökkvi. 

Hann einbeitir sér nú að fyrirtækinu og hefur mikla trú á hugmyndinni og teyminu í kringum SWIPE.

„SWIPE Club er svo undirmerki sem hjálpar einstaklingum að ná lengra í því sem það vill ná langt í.“


Tengdar fréttir

Alltaf verið stelpustelpa

Ólafía Ósk Finnsdóttir er fegursta kona lýðveldisins. Hún elskar kleinuhringi og segir lýsa sér best að hún sé lífsglöð, hláturmild og hamingjusöm.

Þakklát Kvennaathvarfinu

Anna Lára Orlowska fegurðardrottning Íslands, er stolt af bakgrunni sínum. Móðir hennar flúði í Kvennaathvarfið undan heimilisofbeldi þegar Anna Lára var lítil. Hún þakkar athvarfinu að fjölskylda hennar hafi öðlast farsælt líf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×