Erlendur lét það ekki stoppa sig þó að veikindin gerðu verkefnið meira krefjandi en hann náði nú loks markmiði sínu í fyrstu tilraun. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. Hann var í undirbúningi fyrir þessa fjallgöngu þegar æxlið fannst. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Erlendur:
„Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“
Sjá einnig: Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt

Hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum. Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam og eiga nú eftir að koma sér niður aftur.
Yeah!! Happy team at the summit of Ama Dablam! We summited last Saturday after amazing climb....and the view was one of the best I have ever experienced. It was such a cool experience that I'm out of words at the moment but for sure more pics to come very soon. One love to my team members #tindartravel #nature #mountains #nepal #amadablam #mountaineeringView this post on Instagram
A post shared by Vilborg Arna Gissurardóttir (@vilborg.arna) on Nov 4, 2019 at 12:50am PST
„Þetta hafðist! Magnaðir þrír dagar af erfiði, örmögnun, gleði, vonleysi, ofsakæti, þakklæti og auðmýkt. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum leiðangri. Takk Vilborg Arna fyrir ótrúlegt skipulag og hvatningu hausinn á þér er fast skrúfaður á. Thank you Ales for your help and support what a athlete you are. Takk Siggi Bjarni maður bíður ekki um betri félagsskap, þvílíkt gleði að vera nálægt kraftinum í þér. Takk Arnar Páll magnaður klettur sem þú ert og hugsaði ég oft til þín á strunsinu upp. Síðan veit ég að margir voru að hugsa til okkar og senda góða strauma takk fyrir það líka,“ skrifaði Erlendur þegar hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að draumurinn hefði ræst.




