Réðst á stjórnmálamann og beit af honum eyrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:58 Skjáskot úr myndbandi af árásinni. Hér sést árásarmaðurinn slíta sig lausan úr taki öryggisvarða, rétt áður en hann ræðst á Chiu. Skjáskot/twitter Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda. Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda.
Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33
Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00
Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent