
Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss
Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan:
„Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“
Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“?
Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum!
Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi.
Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna.
Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs.
Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu.
Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma.
Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja?
Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum.
Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.
Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Skoðun

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar