„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 17:01 Áslaug Arna flutti ávarp á kirkjuþingi í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019 Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019
Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira