Tveir alvöru bardagamenn aðalstjörnurnar í Madison Square Garden Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. nóvember 2019 10:30 Masvidal og Diaz ásamt Dana White, forseta UFC. vísir/getty UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal hafa lengi verið vinsælir hjá harðkjarna MMA aðdáendum enda tveir bardagamenn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Á síðustu árum hafa þeir þó orðið stjörnur í MMA heiminum og berjast í aðalbardaga kvöldsins á einu stærsta bardagakvöldi ársins. Nate Diaz var lengi bara þekktur sem yngri bróðir Nick Diaz en Nick var á sínum tíma einn besti bardagamaður heims. Nate Diaz var í skugga bróður síns en eftir óvæntan sigur á Conor McGregor varð Nate skyndilega eitt stærsta nafnið í MMA heiminum. Það var því mikil spenna þegar hann snéri aftur í búrið í ágúst eftir þriggja ára fjarveru. Nate sigraði þá Anthony Pettis og skoraði á Jorge Masvidal. Nate vildi fá að berjast við alvöru bardagamenn og það er Jorge Masvidal svo sannarlega. Upp frá því varð BMF-beltið til eða Baddest Motherfucker beltið sem barist verður um í nótt. Jorge Masvidal hefur barist lengi á stóra sviðinu en aldrei náð almennilegri sigurgöngu til að fá titilbardaga og komast almennilega í sviðsljósið. Masvidal var virtur en engin stjarna og ætlaði UFC að nota hann til að byggja upp Darren Till í London. Svakalegt rothögg Masvidal og slagsmál baksviðs við Leon Edwards (Three piece and a soda!) komu honum í sviðsljósið. Fljótasta rothögg í sögu UFC gerði hann svo að alvöru nafni. Ekkert hefur breyst hjá Masvidal þannig séð, hann hefur alltaf verið skemmtilegur og áhugaverður karakter en nú beinast fleiri augu að honum. Líkt og Nate Diaz er Masvidal með áhugaverðan bakgrunn. Masvidal átti erfitt uppdráttar í æsku, pabbinn í fangelsi, ekki mikið fé til á milli handanna, barðist í skipulögðum götuslagsmálum fyrir pening og ekki margt sem benti til þess að hann ætti eftir að ferðast um í einkaþotum í framtíðinni. Masvidal vissi þó að hann væri góður að berjast og elskaði að æfa. Hann lagði hart að sér á meðan hann svaf í bílnum eða á dýnunum í bardagaklúbbnum og hefur náð að skapa sér gott líf í bardagabransanum. Nate Diaz og bróðir hans Nick ólust ekki upp við kjöraðstæður heldur. Þeir koma frá Stockton í Kaliforníu sem hefur verið lýst sem einni ömurlegustu borg Bandaríkjanna, þurftu snemma að læra að verja sig og einstæð móðir þeirra vann myrkranna á milli til að sjá fyrir þeim. Líkt og hjá Masvidal komu bardagaíþróttirnar þeim á beinu brautina. Masvidal og Nate Diaz bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum enda koma þeir úr svipuðum aðstæðum. Það hefur ekkert verið um skítkast þeirra á milli til að selja bardagann en þrátt fyrir það er gríðarlega mikill áhugi á bardaganum. Báðir eru svo áhugaverðar manneskjur inn að beini, með skemmtilega stíla og gefa ekkert eftir í búrinu. Þetta verður því alvöru bardagi þegar þeir Masvidal og Nate Diaz berjast um BMF-beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 244 sem fer fram í nótt en bein útsending hefst kl. 2 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30 Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30 Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00 Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. 25. október 2019 11:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
UFC 244 fer fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Þar munu þeir Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal hafa lengi verið vinsælir hjá harðkjarna MMA aðdáendum enda tveir bardagamenn sem koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Á síðustu árum hafa þeir þó orðið stjörnur í MMA heiminum og berjast í aðalbardaga kvöldsins á einu stærsta bardagakvöldi ársins. Nate Diaz var lengi bara þekktur sem yngri bróðir Nick Diaz en Nick var á sínum tíma einn besti bardagamaður heims. Nate Diaz var í skugga bróður síns en eftir óvæntan sigur á Conor McGregor varð Nate skyndilega eitt stærsta nafnið í MMA heiminum. Það var því mikil spenna þegar hann snéri aftur í búrið í ágúst eftir þriggja ára fjarveru. Nate sigraði þá Anthony Pettis og skoraði á Jorge Masvidal. Nate vildi fá að berjast við alvöru bardagamenn og það er Jorge Masvidal svo sannarlega. Upp frá því varð BMF-beltið til eða Baddest Motherfucker beltið sem barist verður um í nótt. Jorge Masvidal hefur barist lengi á stóra sviðinu en aldrei náð almennilegri sigurgöngu til að fá titilbardaga og komast almennilega í sviðsljósið. Masvidal var virtur en engin stjarna og ætlaði UFC að nota hann til að byggja upp Darren Till í London. Svakalegt rothögg Masvidal og slagsmál baksviðs við Leon Edwards (Three piece and a soda!) komu honum í sviðsljósið. Fljótasta rothögg í sögu UFC gerði hann svo að alvöru nafni. Ekkert hefur breyst hjá Masvidal þannig séð, hann hefur alltaf verið skemmtilegur og áhugaverður karakter en nú beinast fleiri augu að honum. Líkt og Nate Diaz er Masvidal með áhugaverðan bakgrunn. Masvidal átti erfitt uppdráttar í æsku, pabbinn í fangelsi, ekki mikið fé til á milli handanna, barðist í skipulögðum götuslagsmálum fyrir pening og ekki margt sem benti til þess að hann ætti eftir að ferðast um í einkaþotum í framtíðinni. Masvidal vissi þó að hann væri góður að berjast og elskaði að æfa. Hann lagði hart að sér á meðan hann svaf í bílnum eða á dýnunum í bardagaklúbbnum og hefur náð að skapa sér gott líf í bardagabransanum. Nate Diaz og bróðir hans Nick ólust ekki upp við kjöraðstæður heldur. Þeir koma frá Stockton í Kaliforníu sem hefur verið lýst sem einni ömurlegustu borg Bandaríkjanna, þurftu snemma að læra að verja sig og einstæð móðir þeirra vann myrkranna á milli til að sjá fyrir þeim. Líkt og hjá Masvidal komu bardagaíþróttirnar þeim á beinu brautina. Masvidal og Nate Diaz bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum enda koma þeir úr svipuðum aðstæðum. Það hefur ekkert verið um skítkast þeirra á milli til að selja bardagann en þrátt fyrir það er gríðarlega mikill áhugi á bardaganum. Báðir eru svo áhugaverðar manneskjur inn að beini, með skemmtilega stíla og gefa ekkert eftir í búrinu. Þetta verður því alvöru bardagi þegar þeir Masvidal og Nate Diaz berjast um BMF-beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 244 sem fer fram í nótt en bein útsending hefst kl. 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30 Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30 The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30 Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30 Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00 Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. 25. október 2019 11:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Nate Diaz: Þetta var nú meira kjaftæðið Um næstu helgi fer fram líklega mest spennandi bardagi ársins hjá UFC er harðjaxlarnir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í New York. 29. október 2019 13:30
Flúði á traktors-dekki frá Kúbu en drekkur nú tequila í einkaþotu Líf Masvidal-fjölskyldunnar hefur mikið breyst á skömmum tíma. 29. október 2019 23:30
The Rock mun setja beltið utan um Diaz eða Masvidal Það verður mikið um dýrðir í New York á laugardag er UFC 244 fer fram. The Rock, eða Steinar eins og hann er iðulega kallaður, verður á svæðinu og mun setja belti kvöldsins á annað hvort Nate Diaz eða Jorge Masvidal. 30. október 2019 23:30
Frábær greining á bardaga Diaz og Masvidal Spennan fyrir bardaga Nate Diaz og Jorge Masvidal magnast með hverjum deginum og þeir Dan Hardy og John Gooden hafa greint bardagann á sinn einstaka hátt. 31. október 2019 08:30
Frá slagsmálum í bakgörðum Miami á stóra sviðið í New York | Ótrúleg saga Masvidal Hinn 34 ára gamli MMA-kappi Jorge Masvidal er að lifa bandaríska drauminn og hann nær hámarki um komandi helgi þegar hann er í aðalbardaga í Madison Square Garden. Líf hans hefur breyst mikið síðasta árið. 30. október 2019 12:00
Bardagi Diaz og Masvidal er í uppnámi Nate Diaz setti á Twitter í gær að hann myndi ekki berjast gegn Jorge Masvidal í New York þann 2. nóvember þar sem lyfjapróf hjá honum hafi komið óeðlilega út. 25. október 2019 11:00