Göfuglyndi á villigötum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 2. nóvember 2019 08:00 Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun