Segir Landsbjörg nýta sér neyð og veikindi einstaklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 10:00 Alma Hafsteinsdóttir spyr hver fórnarkostnaðurinn sé hjá Landsbjörgu. Einn, tíu eða hundrað einstaklingar. Vísir Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“ Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“
Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira