Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:25 Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira