Á svæðinu er líffræðilegur fjölbreytileiki meiri en víðast hvar annars staðar og er Pantanal einnig vinsæll ferðamannastaður.
Eldurinn sem nú logar blossaði upp 25. október og er ástæðan rakin til þurrka og mikils vinds.
Slökkviliðsmenn reyna nú að hefta útbreiðsluna en um átta þúsund smærri eldar hafa kviknað á svæðinu á þessu ári, sem er aukning frá fyrra ári upp á 462 prósent.
Ríkisstjóri hefur lagt bann við notkun elds við skógareyðingar næsta mánuðinn.