Kynnir rannsókn á viðbrögðum leikmanna við mótlæti í leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. nóvember 2019 15:00 Lionel Messi eltist við Alfreð í Moskvu síðasta sumar. Fréttablaðið/Eyþór Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira