Upphitun: Leclerc fær tíu sæta refsingu í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 15. nóvember 2019 07:00 Brasilísku aðdáendurnir elska Formúlu 1. Vísir/Getty Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn