Eldflaugar flugu þrátt fyrir vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 12:29 Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. AP/Khalil Hamra Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12
Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06
Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22
Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46