Holland aftur á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2019 21:30 Hollendingar fagna EM-sætinu. vísir/getty Eftir að hafa misst af tveimur stórmótum í röð er Holland komið á EM 2020. Þetta var ljóst eftir markalaust jafntefli við Norður-Írland í Belfast í C-riðli í kvöld.Euro 2016: 2018 World Cup: Euro 2020: The Dutch are headed back to a major tournament pic.twitter.com/Ag5fKYz4Kt — B/R Football (@brfootball) November 16, 2019 Norður-Írar þurftu að vinna til að eiga möguleika á að komast á EM. Þeir fengu gullið tækifæri til að skora á 32. mínútu en Steven Davis skaut yfir úr vítaspyrnu. Holland er í 2. sæti riðilsins með 18 stig, tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem tryggði sér einnig sæti á EM í kvöld. Þjóðverjar unnu þá 4-0 sigur á Hvít-Rússum í Mönchengladbach. Þýskaland hefur komist á 13 Evrópumót í röð sem er met. Matthias Ginter kom Þýskalandi yfir með hælspyrnu á 41. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 49. mínútu skoraði Leon Goretzka annað mark Þjóðverja og aðeins sex mínútum síðar bætti Toni Kroos þriðja markinu við. Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands, varði vítaspyrnu frá Igor Stasevich á 75. mínútu. Átta mínútum síðar skoraði Kroos annað mark sitt og fjórða mark Þjóðverja. Króatar tryggðu sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð með 3-1 sigri á Slóvakíu. Króatar eru með 17 stig á toppi E-riðils. Robert Bozenik kom Slóvökum yfir á 32. mínútu en mörk frá Nikola Vlasic, Bruno Petkovic og Ivan Perisic í upphafi seinni hálfleiks tryggðu Króötum stigin þrjú. Austurríki tryggði sér einnig sæti á EM með 2-1 sigri á Norður-Makedóníu í G-riðli. David Alaba og Stefan Lainer skoruðu mörk Austurríkismanna sem eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig, fimm stigum á eftir Pólverjum sem unnu 1-2 útisigur á Ísraelsmönnum. Grzegorz Krychowiak og Krzysztof Piatek skoruðu mörk Póllands. EM 2020 í fótbolta Holland
Eftir að hafa misst af tveimur stórmótum í röð er Holland komið á EM 2020. Þetta var ljóst eftir markalaust jafntefli við Norður-Írland í Belfast í C-riðli í kvöld.Euro 2016: 2018 World Cup: Euro 2020: The Dutch are headed back to a major tournament pic.twitter.com/Ag5fKYz4Kt — B/R Football (@brfootball) November 16, 2019 Norður-Írar þurftu að vinna til að eiga möguleika á að komast á EM. Þeir fengu gullið tækifæri til að skora á 32. mínútu en Steven Davis skaut yfir úr vítaspyrnu. Holland er í 2. sæti riðilsins með 18 stig, tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem tryggði sér einnig sæti á EM í kvöld. Þjóðverjar unnu þá 4-0 sigur á Hvít-Rússum í Mönchengladbach. Þýskaland hefur komist á 13 Evrópumót í röð sem er met. Matthias Ginter kom Þýskalandi yfir með hælspyrnu á 41. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 49. mínútu skoraði Leon Goretzka annað mark Þjóðverja og aðeins sex mínútum síðar bætti Toni Kroos þriðja markinu við. Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands, varði vítaspyrnu frá Igor Stasevich á 75. mínútu. Átta mínútum síðar skoraði Kroos annað mark sitt og fjórða mark Þjóðverja. Króatar tryggðu sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð með 3-1 sigri á Slóvakíu. Króatar eru með 17 stig á toppi E-riðils. Robert Bozenik kom Slóvökum yfir á 32. mínútu en mörk frá Nikola Vlasic, Bruno Petkovic og Ivan Perisic í upphafi seinni hálfleiks tryggðu Króötum stigin þrjú. Austurríki tryggði sér einnig sæti á EM með 2-1 sigri á Norður-Makedóníu í G-riðli. David Alaba og Stefan Lainer skoruðu mörk Austurríkismanna sem eru í 2. sæti riðilsins með 17 stig, fimm stigum á eftir Pólverjum sem unnu 1-2 útisigur á Ísraelsmönnum. Grzegorz Krychowiak og Krzysztof Piatek skoruðu mörk Póllands.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti