Yfirvofandi vatnsskortur í norðaustur Sýrlandi Heimsljós kynnir 14. nóvember 2019 11:15 Rauði krossinn Óvirk vatnsdælustöð fyrir 400 þúsund íbúa í Sýrlandi veldur Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) þungum áhyggjum. „Það er brýnt að við finnum lausn á yfirvofandi vatnsskorti. Vatnsdælustöð sem þjónar 400 þúsund manns er mikilvægur hluti innviða sem þarf að vera í lagi. Þetta er annað dæmi um óbreytta borgara, sem taka ekki þátt í átökunum, en þjást vegna þeirra,“ segir Fabrizio Carboni, svæðisstjóri ICRC í þessum heimshluta.Elín Oddsdóttir sendifulltrúi.Rauði krossinn á Íslandi segir í frétt að þrátt fyrir að sviðsljós heimsins á átökin í Sýrlandi hafi aftur dvínað sitji fólk enn eftir í erfiðum aðstæðum. „Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í norðaustur Sýrlandi en ein mikilvægasta vatnsdælustöðin í nágrenni Hasakeh hefur verið lokað. Vanalega þjónar dælustöðin um 400 þúsund manns en hefur nú ekki verið virk síðan 30. október síðastliðinn. Alþjóðaráðið og sýrlenski Rauði hálfmáninn (SARC) hafa gripið til neyðaraðgerða til að finna aðra vatnsveitu fyrir fólk á svæðinu, en aðgerðir þeirra í Sýrlandi eru þær umfangsmestu í öllum heiminum í dag,“ segir í fréttinni. Rauði krossinn áréttar að Alþjóðleg mannúðarlög eiga að tryggja grunnþarfir óbreyttra borgara, jafnvel á tímum átaka. Í norðaustur Sýrlandi eru innviðirnir, til dæmis vatnsstöðvar og stíflur, fyrir vatnsveitukerfi staðsett nálægt átakasvæðum og mikilvægt að þeir séu verndaðir. Fram kemur í fréttinni að Rauði krossinn fylgist með ástandinu og hafi brugðist við til að áhrifin af vatnsskorti verði sem minnst. Í byrjun nóvember dreifði Rauði krossinn samtals 460 þúsund lítrum af drykkjarvatni og studdi við Al Hol búðirnar, Areesha búðirnar, miðstöðvar fyrir flóttafólk í Hasekah-borg og fangelsi. „Rauði krossinn hvetur alla deiluaðila til að virða líf borgara og taka til allra mögulegra ráðstafana til að vernda og virða borgara og innviði samfélaga og leyfa fólki að komast í skjól sem vill flýja átakasvæðin.“ Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins, meðal annars með störfum sendifulltrúa, auk fjármagns. Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur sem er margreyndur sendifulltrúi er að störfum í Sýrlandi fyrir Alþjóðaráðið og verður næstu þrjá mánuði á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum. Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna Sýrlands lýkur 1. desember næstkomandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sýrland Þróunarsamvinna Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Óvirk vatnsdælustöð fyrir 400 þúsund íbúa í Sýrlandi veldur Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) þungum áhyggjum. „Það er brýnt að við finnum lausn á yfirvofandi vatnsskorti. Vatnsdælustöð sem þjónar 400 þúsund manns er mikilvægur hluti innviða sem þarf að vera í lagi. Þetta er annað dæmi um óbreytta borgara, sem taka ekki þátt í átökunum, en þjást vegna þeirra,“ segir Fabrizio Carboni, svæðisstjóri ICRC í þessum heimshluta.Elín Oddsdóttir sendifulltrúi.Rauði krossinn á Íslandi segir í frétt að þrátt fyrir að sviðsljós heimsins á átökin í Sýrlandi hafi aftur dvínað sitji fólk enn eftir í erfiðum aðstæðum. „Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í norðaustur Sýrlandi en ein mikilvægasta vatnsdælustöðin í nágrenni Hasakeh hefur verið lokað. Vanalega þjónar dælustöðin um 400 þúsund manns en hefur nú ekki verið virk síðan 30. október síðastliðinn. Alþjóðaráðið og sýrlenski Rauði hálfmáninn (SARC) hafa gripið til neyðaraðgerða til að finna aðra vatnsveitu fyrir fólk á svæðinu, en aðgerðir þeirra í Sýrlandi eru þær umfangsmestu í öllum heiminum í dag,“ segir í fréttinni. Rauði krossinn áréttar að Alþjóðleg mannúðarlög eiga að tryggja grunnþarfir óbreyttra borgara, jafnvel á tímum átaka. Í norðaustur Sýrlandi eru innviðirnir, til dæmis vatnsstöðvar og stíflur, fyrir vatnsveitukerfi staðsett nálægt átakasvæðum og mikilvægt að þeir séu verndaðir. Fram kemur í fréttinni að Rauði krossinn fylgist með ástandinu og hafi brugðist við til að áhrifin af vatnsskorti verði sem minnst. Í byrjun nóvember dreifði Rauði krossinn samtals 460 þúsund lítrum af drykkjarvatni og studdi við Al Hol búðirnar, Areesha búðirnar, miðstöðvar fyrir flóttafólk í Hasekah-borg og fangelsi. „Rauði krossinn hvetur alla deiluaðila til að virða líf borgara og taka til allra mögulegra ráðstafana til að vernda og virða borgara og innviði samfélaga og leyfa fólki að komast í skjól sem vill flýja átakasvæðin.“ Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins, meðal annars með störfum sendifulltrúa, auk fjármagns. Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur sem er margreyndur sendifulltrúi er að störfum í Sýrlandi fyrir Alþjóðaráðið og verður næstu þrjá mánuði á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum. Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna Sýrlands lýkur 1. desember næstkomandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sýrland Þróunarsamvinna Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent