ISIS-liði fastur í einskismannslandi í þrjá daga Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 13:56 Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Vísir/AP Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur. Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur.
Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira