Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 11:53 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja í yfirlýsingu eftir Kveik í gær ekki halda vatni. Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson. Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent