„Enginn möguleiki að Wenger taki við Bayern“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 11:00 Wenger hefur ekki unnið við þjálfun síðan hann hætti hjá Arsenal í fyrra. vísir/getty Engar líkur eru á því að Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, taki við Þýskalandsmeisturum Bayern München. Þetta sagði Raphael Honigstein, þýskur blaðamaður og höfundur ævisögu Jürgens Klopp, í samtali við Vísi í gær. „Eftir því sem ég kemst næst er enginn möguleiki á því að Wenger taki við,“ sagði Honigstein. „Það hefur víða komið fram að Wenger og Karl-Heinz Rummenigge ræddust við í síma. Wenger trúði því kannski að honum hefði verið boðið starfið en Bayern er ekki á sama máli.“ Honigstein segir allt eins líklegt að Hansi Flick, sem stýrði Bayern til 4-0 sigurs á Borussia Dortmund á laugardaginn, fái stjórastarfið hjá þýsku meisturunum. Flick tók við Bayern eftir að Niko Kovac var látinn fara í síðustu viku. „Eftir sigurinn á Dortmund, sem var svo sannfærandi, ákvað Bayern að það væri engin ástæða til að hafa bráðabirgðastjóra. Svo Wenger er ekki í umræðunni, jafnvel þótt Bayern hafi kannað stöðuna hjá honum,“ sagði Honigstein. „Mér skilst að Wenger hafi aldrei verið líklegur kostur í stöðunni, öfugt við Ralf Rangnick, Thomas Tuchel og Erik ten Hag. Þeir tveir síðastnefndu sögðu Bayern að þeir væru ekki lausir núna. Hansi Flick á möguleika á að verða stjóri Bayern. Ef ekki, þá fær Bayern tækifæri til að vanda sig og taka sér tíma í að finna rétta manninn. Þeir vilja ekki fá stjóra fyrir 2-3 ár heldur einhvern sem getur verið þarna í 5-7 ár og gert eitthvað sérstakt. Mig grunar að þeir reyni við einhvern eins og Ten Hag eða Tuchel.“Klippa: Wenger tekur ekki við Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17 Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43 Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03 Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00 Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
Engar líkur eru á því að Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, taki við Þýskalandsmeisturum Bayern München. Þetta sagði Raphael Honigstein, þýskur blaðamaður og höfundur ævisögu Jürgens Klopp, í samtali við Vísi í gær. „Eftir því sem ég kemst næst er enginn möguleiki á því að Wenger taki við,“ sagði Honigstein. „Það hefur víða komið fram að Wenger og Karl-Heinz Rummenigge ræddust við í síma. Wenger trúði því kannski að honum hefði verið boðið starfið en Bayern er ekki á sama máli.“ Honigstein segir allt eins líklegt að Hansi Flick, sem stýrði Bayern til 4-0 sigurs á Borussia Dortmund á laugardaginn, fái stjórastarfið hjá þýsku meisturunum. Flick tók við Bayern eftir að Niko Kovac var látinn fara í síðustu viku. „Eftir sigurinn á Dortmund, sem var svo sannfærandi, ákvað Bayern að það væri engin ástæða til að hafa bráðabirgðastjóra. Svo Wenger er ekki í umræðunni, jafnvel þótt Bayern hafi kannað stöðuna hjá honum,“ sagði Honigstein. „Mér skilst að Wenger hafi aldrei verið líklegur kostur í stöðunni, öfugt við Ralf Rangnick, Thomas Tuchel og Erik ten Hag. Þeir tveir síðastnefndu sögðu Bayern að þeir væru ekki lausir núna. Hansi Flick á möguleika á að verða stjóri Bayern. Ef ekki, þá fær Bayern tækifæri til að vanda sig og taka sér tíma í að finna rétta manninn. Þeir vilja ekki fá stjóra fyrir 2-3 ár heldur einhvern sem getur verið þarna í 5-7 ár og gert eitthvað sérstakt. Mig grunar að þeir reyni við einhvern eins og Ten Hag eða Tuchel.“Klippa: Wenger tekur ekki við Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17 Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43 Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03 Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00 Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Sjá meira
Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17
Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43
Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03
Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00
Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30