Standa fyrir Vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 09:18 Hrafn Jökulsson með grænlenskum skákmeistara í Kullorsuaq í ágúst síðastliðinn. Hrókurinn Vetrarhátíð á vegum Hróksins og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, hefst í Tasiilaq og Kulusuk á Austur-Grænlandi í dag og stendur í viku. Tasiilaq hefur talsvert verið í fréttum norrænna fjölmiðla á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og félagslegra vandamála. Í tilkynningu frá Hróknum segir að markmiðið með vetrarhátíðinni, sem styrkt er af Air Iceland Connect, sé að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi. Jafnframt munu leiðangursmenn – þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson – hitta bæjarbúa og ræða leiðir til að auðga mannlífið hjá þessum næstu nágrönnum Íslendinga. „Hrafn og Stefán munu m.a. heimsækja grunnskólann, leikskólann, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahúsið og fangelsið í Tasiilaq. Þá verða heimsótt heimili fyrir börn, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, m.a. Prinsesse Margarethes Börnehjem og PITU-heimilið. Ennfremur munu leiðangursmenn funda með fulltrúum Rauða kross deildarinnar í Tasiilaq, en Hrafn ánafnaði hluta af móðurarfi sínum til starfsemi deildarinnar.“ Krakkar frá Tasiilaq á skákhátíð í ágúst.Hrókurinn Stórfelld félagsleg vandamál Alls búa um þrjú þúsund manns á austurströnd Grænlands og hafa þeir lengi glímt við stórfelld vandamál á mörgum sviðum. „Miðpunktur er Tasiilaq með tvö þúsund íbúa, en í grenndinni eru fimm þorp, m.a. Kulusuk. Atvinnuleysi á þessu svæði er yfir 20%, eða um þrefalt meira en í höfuðborginni Nuuk, og lífskjör eru helmingi lakari en í Nuuk. Austur-Grænlendingar eru í raun sérstök þjóð, með eigið tungumál, sögu og menningu, enda komust þeir ekki í kynni við umheiminn fyrr en árið 1885. Ástandið í skólamálum er ekki gott, einkum vegna þess að börn á Austur-Grænlandi fá námsefni á vestur-grænlensku, sem er þeim framandi. Þetta má bera saman við að börn á Íslandi fengju námsefni frá fyrsta degi á öðru tungumáli. Þetta veldur því m.a. að einkunnir barna á Tasiilaq-svæðinu eru mun lægri en á landsvísu, og sárafá ungmenni halda áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þá líða mörg börn fyrir vanrækslu og misnotkun, og kannanir umboðsmanns barna á Grænlandi hafa leitt í ljós að mörg börn á svæðinu fara svöng í háttinn. Síðast en ekki síst vekja tíð sjálfsvíg ungmenna á þessum stað óhug. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni,“ segir í tilkynningunni. Stefán Herbertsson.Hrókurinn Hrafn hefur leitt skáklandnám Hróksins á Grænlandi frá upphafi árið 2003 auk þess að vera virkur í starfi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Stefán er fv. formaður Kalak og upphafsmaður hins árlega sundkrakkaverkefnis, en þá er 11 ára börnum frá austurströndinni boðið til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Tasiilaq.Hrókurinn Grænland Íslendingar erlendis Skák Tengdar fréttir Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55 Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Sjá meira
Vetrarhátíð á vegum Hróksins og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, hefst í Tasiilaq og Kulusuk á Austur-Grænlandi í dag og stendur í viku. Tasiilaq hefur talsvert verið í fréttum norrænna fjölmiðla á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og félagslegra vandamála. Í tilkynningu frá Hróknum segir að markmiðið með vetrarhátíðinni, sem styrkt er af Air Iceland Connect, sé að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi. Jafnframt munu leiðangursmenn – þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson – hitta bæjarbúa og ræða leiðir til að auðga mannlífið hjá þessum næstu nágrönnum Íslendinga. „Hrafn og Stefán munu m.a. heimsækja grunnskólann, leikskólann, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahúsið og fangelsið í Tasiilaq. Þá verða heimsótt heimili fyrir börn, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, m.a. Prinsesse Margarethes Börnehjem og PITU-heimilið. Ennfremur munu leiðangursmenn funda með fulltrúum Rauða kross deildarinnar í Tasiilaq, en Hrafn ánafnaði hluta af móðurarfi sínum til starfsemi deildarinnar.“ Krakkar frá Tasiilaq á skákhátíð í ágúst.Hrókurinn Stórfelld félagsleg vandamál Alls búa um þrjú þúsund manns á austurströnd Grænlands og hafa þeir lengi glímt við stórfelld vandamál á mörgum sviðum. „Miðpunktur er Tasiilaq með tvö þúsund íbúa, en í grenndinni eru fimm þorp, m.a. Kulusuk. Atvinnuleysi á þessu svæði er yfir 20%, eða um þrefalt meira en í höfuðborginni Nuuk, og lífskjör eru helmingi lakari en í Nuuk. Austur-Grænlendingar eru í raun sérstök þjóð, með eigið tungumál, sögu og menningu, enda komust þeir ekki í kynni við umheiminn fyrr en árið 1885. Ástandið í skólamálum er ekki gott, einkum vegna þess að börn á Austur-Grænlandi fá námsefni á vestur-grænlensku, sem er þeim framandi. Þetta má bera saman við að börn á Íslandi fengju námsefni frá fyrsta degi á öðru tungumáli. Þetta veldur því m.a. að einkunnir barna á Tasiilaq-svæðinu eru mun lægri en á landsvísu, og sárafá ungmenni halda áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þá líða mörg börn fyrir vanrækslu og misnotkun, og kannanir umboðsmanns barna á Grænlandi hafa leitt í ljós að mörg börn á svæðinu fara svöng í háttinn. Síðast en ekki síst vekja tíð sjálfsvíg ungmenna á þessum stað óhug. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni,“ segir í tilkynningunni. Stefán Herbertsson.Hrókurinn Hrafn hefur leitt skáklandnám Hróksins á Grænlandi frá upphafi árið 2003 auk þess að vera virkur í starfi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Stefán er fv. formaður Kalak og upphafsmaður hins árlega sundkrakkaverkefnis, en þá er 11 ára börnum frá austurströndinni boðið til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Tasiilaq.Hrókurinn
Grænland Íslendingar erlendis Skák Tengdar fréttir Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55 Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Sjá meira
Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55