Sala Kerecis í Bandaríkjunum sexfaldaðist á þriðja ársfjórðungi Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 08:00 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í Kerecis. Fréttablaðið/VALLI Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00
Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00
Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00