Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill styrkja þá rauðklæddu í janúar en Norðmaðurinn er ekki talinn hafa áhuga á hinum 38 ára gamla Svíaa.
Manchester United will not be pursuing Zlatan Ibrahimovic in the January transfer window, Sky Sports understand.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 11, 2019
Ibrahimovic skoraði 29 mörk fyrir Manchester-liðið á tíma sínum hjá félaginu en hann yfirgaf félagið í marsmánuði 2018. Hann var í sigurliði United í deildarbikarnum.
Fyrrum sænski landsliðsmaðurinn er án samnings eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy. Þar fór hann á kostum í tvö tímabil en nú vill hann komast aftur til meginlandsins.