Þverganga Merkúríuss sjáanleg þar sem veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 12:01 Mynd sem Sævar Helgi Bragason tók af þvergöngu Merkúríuss í maí árið 2016. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð í dag og verður þvergangan sjáanleg með sjónauka frá Íslandi þar sem veður leyfir. Næsta þverganga af þessu tagi verður ekki fyrr en eftir þrettán ár. Merkúríus færist fyrst inn á skífu sólarinnar klukkan 12:35 að íslenskum tíma og fer út af henni aftur klukkan 18:04. Hægt er að fylgjast með þvergöngunni með sólarsjónauka þar sem sést til sólar og veður leyfir. Til þess að greina reikistjörnuna þegar hún gengur fyrir sólina þarf stjörnusjónauka með helst um fimmtíufalda stækkun. Algerlega nauðsynlegt er að nota sólarsíur til að forðast augnskaða og horfa aldrei beint í sólina. Nokkuð þungbúið er þó yfir landinu í dag og því verða aðstæður tæplega hentugar til að fylgjast með þvergöngunni. Síðast gekk Merkúríus fyrir sólina í maí árið 2016 en sú næsta verður árið 2032. Merkúríus er innsta og jafnframt minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Bergreikistjarnan er tæpir 4.900 kílómetrar að þvermáli, um 38% af þvermáli jarðar. Yfirborðið er alsett gígum og þykir helst minna á tunglið okkar. Evrópska geimfarið Bepi Colombo er væntanlegt til Merkúríusar í desember árið 2025 en því var skotið á loft í október í fyrra.Í dag gengur Merkúríus fyrir sólina frá Jörðu séð. Þvergangan hefst kl. 12:35 og lýkur 18:04 og sést því að hluta til frá Íslandi (með sólarsjónauka), ef veður leyfir. Merkúríus gekk seinast fyrir sólu árið 2016 og tók ég þá þessa mynd. Næsta þverganga verður árið 2032. pic.twitter.com/0by7uK6YWl— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 11, 2019 Geimurinn Merkúríus Tengdar fréttir Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð í dag og verður þvergangan sjáanleg með sjónauka frá Íslandi þar sem veður leyfir. Næsta þverganga af þessu tagi verður ekki fyrr en eftir þrettán ár. Merkúríus færist fyrst inn á skífu sólarinnar klukkan 12:35 að íslenskum tíma og fer út af henni aftur klukkan 18:04. Hægt er að fylgjast með þvergöngunni með sólarsjónauka þar sem sést til sólar og veður leyfir. Til þess að greina reikistjörnuna þegar hún gengur fyrir sólina þarf stjörnusjónauka með helst um fimmtíufalda stækkun. Algerlega nauðsynlegt er að nota sólarsíur til að forðast augnskaða og horfa aldrei beint í sólina. Nokkuð þungbúið er þó yfir landinu í dag og því verða aðstæður tæplega hentugar til að fylgjast með þvergöngunni. Síðast gekk Merkúríus fyrir sólina í maí árið 2016 en sú næsta verður árið 2032. Merkúríus er innsta og jafnframt minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Bergreikistjarnan er tæpir 4.900 kílómetrar að þvermáli, um 38% af þvermáli jarðar. Yfirborðið er alsett gígum og þykir helst minna á tunglið okkar. Evrópska geimfarið Bepi Colombo er væntanlegt til Merkúríusar í desember árið 2025 en því var skotið á loft í október í fyrra.Í dag gengur Merkúríus fyrir sólina frá Jörðu séð. Þvergangan hefst kl. 12:35 og lýkur 18:04 og sést því að hluta til frá Íslandi (með sólarsjónauka), ef veður leyfir. Merkúríus gekk seinast fyrir sólu árið 2016 og tók ég þá þessa mynd. Næsta þverganga verður árið 2032. pic.twitter.com/0by7uK6YWl— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 11, 2019
Geimurinn Merkúríus Tengdar fréttir Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00