Þverganga Merkúríuss sjáanleg þar sem veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 12:01 Mynd sem Sævar Helgi Bragason tók af þvergöngu Merkúríuss í maí árið 2016. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð í dag og verður þvergangan sjáanleg með sjónauka frá Íslandi þar sem veður leyfir. Næsta þverganga af þessu tagi verður ekki fyrr en eftir þrettán ár. Merkúríus færist fyrst inn á skífu sólarinnar klukkan 12:35 að íslenskum tíma og fer út af henni aftur klukkan 18:04. Hægt er að fylgjast með þvergöngunni með sólarsjónauka þar sem sést til sólar og veður leyfir. Til þess að greina reikistjörnuna þegar hún gengur fyrir sólina þarf stjörnusjónauka með helst um fimmtíufalda stækkun. Algerlega nauðsynlegt er að nota sólarsíur til að forðast augnskaða og horfa aldrei beint í sólina. Nokkuð þungbúið er þó yfir landinu í dag og því verða aðstæður tæplega hentugar til að fylgjast með þvergöngunni. Síðast gekk Merkúríus fyrir sólina í maí árið 2016 en sú næsta verður árið 2032. Merkúríus er innsta og jafnframt minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Bergreikistjarnan er tæpir 4.900 kílómetrar að þvermáli, um 38% af þvermáli jarðar. Yfirborðið er alsett gígum og þykir helst minna á tunglið okkar. Evrópska geimfarið Bepi Colombo er væntanlegt til Merkúríusar í desember árið 2025 en því var skotið á loft í október í fyrra.Í dag gengur Merkúríus fyrir sólina frá Jörðu séð. Þvergangan hefst kl. 12:35 og lýkur 18:04 og sést því að hluta til frá Íslandi (með sólarsjónauka), ef veður leyfir. Merkúríus gekk seinast fyrir sólu árið 2016 og tók ég þá þessa mynd. Næsta þverganga verður árið 2032. pic.twitter.com/0by7uK6YWl— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 11, 2019 Geimurinn Merkúríus Tengdar fréttir Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Reikistjarnan Merkúríus gengur fyrir sólina frá jörðu séð í dag og verður þvergangan sjáanleg með sjónauka frá Íslandi þar sem veður leyfir. Næsta þverganga af þessu tagi verður ekki fyrr en eftir þrettán ár. Merkúríus færist fyrst inn á skífu sólarinnar klukkan 12:35 að íslenskum tíma og fer út af henni aftur klukkan 18:04. Hægt er að fylgjast með þvergöngunni með sólarsjónauka þar sem sést til sólar og veður leyfir. Til þess að greina reikistjörnuna þegar hún gengur fyrir sólina þarf stjörnusjónauka með helst um fimmtíufalda stækkun. Algerlega nauðsynlegt er að nota sólarsíur til að forðast augnskaða og horfa aldrei beint í sólina. Nokkuð þungbúið er þó yfir landinu í dag og því verða aðstæður tæplega hentugar til að fylgjast með þvergöngunni. Síðast gekk Merkúríus fyrir sólina í maí árið 2016 en sú næsta verður árið 2032. Merkúríus er innsta og jafnframt minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Bergreikistjarnan er tæpir 4.900 kílómetrar að þvermáli, um 38% af þvermáli jarðar. Yfirborðið er alsett gígum og þykir helst minna á tunglið okkar. Evrópska geimfarið Bepi Colombo er væntanlegt til Merkúríusar í desember árið 2025 en því var skotið á loft í október í fyrra.Í dag gengur Merkúríus fyrir sólina frá Jörðu séð. Þvergangan hefst kl. 12:35 og lýkur 18:04 og sést því að hluta til frá Íslandi (með sólarsjónauka), ef veður leyfir. Merkúríus gekk seinast fyrir sólu árið 2016 og tók ég þá þessa mynd. Næsta þverganga verður árið 2032. pic.twitter.com/0by7uK6YWl— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) November 11, 2019
Geimurinn Merkúríus Tengdar fréttir Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00