Svíar reiðir vegna náðunar morðingja táningsstúlku í Srí Lanka Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 21:42 Yvonne Jonsson var nítján ára gömul þegar hún var myrt. Ákvörðun forsetans hefur vakið mikla reiði, bæði á Srí Lanka og í Svíþjóð. Vísir/Getty Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans. Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans.
Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira