„Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Lággjaldaflugfélagið Play ætlar sér að ná fram margvíslegri hagræðingu í rekstri félagsins. Play Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. Útgjöld á næstu þremur árum eiga að vera 9 milljörðum lægri samanborið við WOW air. Play kynnti sig fyrir fjárfestum í upphafi mánaðar sem fyrsta alvöru lággjaldaflugfélagið á Íslandi, eða eins og sagði á einni glæru fjárfestakynningar Play:Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki Forstjóri félagsins lagði einnig áherslu á kostnaðaraðhald á blaðamannafundi á þriðjudag. Áhersla félagsins á stundvísi og einfaldleika muni draga úr kostnaði, sem svo skili sér í lægra verði til neytenda. „Svo erum við lággjaldaflugfélag og við höfum unnið rosalega vel að samningagerð og að halda kostnaði á réttum stað. Þannig að við ætlum að bjóða upp á hagstæð verð frá fyrsta degi,“ sagði Arnar Már Magnússon á þriðjudag.Helmingi minni yfirbygging Í fjárfestakynningu flugfélagsins er sagt að þessir samningar muni spara félaginu alls 70 milljónir dala á næstu þremur árum, næstum 9 milljarða króna, samanborið við samningana sem WOW air gerði á sínum tíma. Þannig ætlar Play að útvista viðhaldi og flugafgreiðslu í Keflavík til þriðja aðila, sem mun lækka kostnað um 3 milljarða. Þá þurfi Play ekki að leggja út í 1900 milljóna króna þjálfunarkostnað, WOW air hafi staðið straum af þeim kostnaði, auk þess sem ný vefsíða og bókunarvél félagsins muni lækka kostnað um 440 milljónir.Sjá einnig: Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Mesti sparnaðurinn verður þó á starfsmannahliðinni ef marka má fjárfestakynninguna. Hagstæðari kjarasamningar og færri starfsmenn muni spara félaginu sjö milljarða á næstu þremur árum. Launakostnaður vegna flugmanna verður að meðaltali 500 þúsund krónum lægri á mánuði en var hjá WOW air, og allt að 260 þúsund krónum lægri fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Ekki er þó um hreina launalækkun að ræða heldur felur kjarasamningurinn í sér ýmsar hagræðingar og tilfærslur; til að mynda verður girt fyrir kaup á frídögum, lífeyrisgreiðslur verða við lögbundið lágmark auk þess sem bílastyrkir koma í stað rútuferða til Keflavíkur. Að auki ætlar flugfélagi ekki að vera með fleiri en 50 starfsmenn fyrir hverja flugvél í flotanum, samanborið við 75 hjá WOW og rúmlega 100 hjá Icelandair.Talsmaður Play sagði við Vísi á föstudag að þrátt fyrir fyrrnefndan sparnað muni félagið bjóða upp á góð laun og ýmis fríðindi. Það sé liður í því að gera Play að góðum vinnustað, en um 2000 manns hafa þegar sótt um störf hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Play WOW Air Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent