Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 18:00 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir miður að farsælt samstarf endi í slíkum deilum. Vísir Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“ Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“
Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00
Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16