Úrslitin ráðast í Lenovo-deildinni Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 13:30 Dusty mæta FH í LOL og Seven í CS:GO Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira