Fabinho mun ekki spila meira með Liverpool á þessu ári vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í vikunni.
Fabinho meiddist snemma leiks Liverpool og Napólí í Meistaradeidl Evrópu í vikunni þegar hann datt illa eftir að hafa farið í tæklingu.
Í tilkynningu frá Liverpool sagði að hann hafi meiðst á liðbandi á ökkla og verði frá þar til á næsta ári.
„Þetta eru slæmar fréttir. Að missa leikmann í gæðaflokki Fabinho er mjög stórt,“ sagði Jurgen Klopp.
„Við erum ekki 100 prósent vissir um tímarammann en það virðist nokkuð öruggt að hann verði ekki með í jólaleikjunum.“
Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forskot á Leicester. Fabinho byrjaði 12 af þeim 13 deildarleikjum sem búnir eru.
Fabinho frá út árið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti