Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 11:00 Gagnrýni Garys Neville á eiganda Nottingham Forest mæltist ekki vel fyrir hjá félaginu. getty/James Gill Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Nottingham Forest hafi meinað sér að mæta á leik liðsins gegn Chelsea á City Ground í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Neville átti að vera meðlýsari á leiknum sem skiptir miklu máli í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ekkert verður hins vegar af því. „Ég á engan annan kost en að segja mig frá umfjölluninni,“ sagði Neville á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) Hann gagnrýndi eiganda Forest, Evangelos Marinakis, eftir að hann stormaði inn á völlinn og ræddi við knattspyrnustjórann Nuno Espírito Santo eftir 2-2 jafntefli við Leicester City fyrr í þessum mánuði. Neville sagði að Marinakis hefði farið langt yfir strikið, Nuno ætti að hætta og hann, leikmenn og stuðningsmenn Forest ættu þetta ekki skilið. Forest hafnaði því að Marinakis hafi verið að skammast í Nuno heldur hafi hann verið afar ósáttur með að Taiwo Awoniyi hafi haldið að spila eftir að hafa meiðst. Framherjinn þurfti að gangast undir bráðaaðgerð eftir leikinn. Neville segist aldrei hafa lent í öðru eins á fjórtán ára ferli í fjölmiðlum. „Á meðan þeir eru í fullum rétti til að velja hverjum þeir hleypa inn á þeirra eigin völl er þetta lýsandi fyrir það sem hefur gerst undanfarna tólf mánuði hjá félaginu,“ sagði Neville. „Að mínu mati eru það vonbrigði að svona frábært félag eins og Nottingham Forest sjái sig knúið til að taka svona ákvörðun.“ Forest er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf að vinna Chelsea á sunnudaginn og treysta á að önnur úrslit verði hagstæð til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Neville átti að vera meðlýsari á leiknum sem skiptir miklu máli í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ekkert verður hins vegar af því. „Ég á engan annan kost en að segja mig frá umfjölluninni,“ sagði Neville á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) Hann gagnrýndi eiganda Forest, Evangelos Marinakis, eftir að hann stormaði inn á völlinn og ræddi við knattspyrnustjórann Nuno Espírito Santo eftir 2-2 jafntefli við Leicester City fyrr í þessum mánuði. Neville sagði að Marinakis hefði farið langt yfir strikið, Nuno ætti að hætta og hann, leikmenn og stuðningsmenn Forest ættu þetta ekki skilið. Forest hafnaði því að Marinakis hafi verið að skammast í Nuno heldur hafi hann verið afar ósáttur með að Taiwo Awoniyi hafi haldið að spila eftir að hafa meiðst. Framherjinn þurfti að gangast undir bráðaaðgerð eftir leikinn. Neville segist aldrei hafa lent í öðru eins á fjórtán ára ferli í fjölmiðlum. „Á meðan þeir eru í fullum rétti til að velja hverjum þeir hleypa inn á þeirra eigin völl er þetta lýsandi fyrir það sem hefur gerst undanfarna tólf mánuði hjá félaginu,“ sagði Neville. „Að mínu mati eru það vonbrigði að svona frábært félag eins og Nottingham Forest sjái sig knúið til að taka svona ákvörðun.“ Forest er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf að vinna Chelsea á sunnudaginn og treysta á að önnur úrslit verði hagstæð til að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira