Lífið

Anthony tókst að gera stærsta skreytta jólatré landsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Á sunnudag verður kveikt á 500 ljósaperum á jólatré í Hafnarfirði í garðinum hjá  Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalup.
Á sunnudag verður kveikt á 500 ljósaperum á jólatré í Hafnarfirði í garðinum hjá Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalup. Samsett mynd
Anthony Bacigalupo tókst áætlunarverk sitt og náði að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi. Anthony sagði frá verkefninu í viðtali við Vísi á dögunum en hann fékk styrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Viðbrögðin hafa verið svo góð að Anthony segist ákveðinn að gera þetta að árlegum viðburði. 

Á sunnudaginn verður kveikt á ljósunum á trénu, alls 500 perum, og ætla Hafnfirðingar og fleiri að fjölmenna í garðinn hjá Anthony og eiginkonu hans Ýr Káradóttur að fylgjast með. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.

Tréð er í kringum 25 metrar á hæð.Mynd/Anthony Bacigalupo
„Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt,“ sagði Anthony í viðtalinu við Vísi. 

Sjá einnig: Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum



Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. 

„Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“

Ýr og Anthony hjálpuðu til við að skreyta jólaborð fyrir verslun Epal. Anthony segist vera mikill jólaálfur.
Anthony og Ýr hafa verið á fullu síðustu vikur að undirbúa jólin, bæði fyrir vörumerki sitt Reykjavík Trading Co. og svo einnig á heimili sínu og í garðinum. Jólatré þeirra á eflaust eftir að gleðja bæjarbúa og gesti mikið næstu vikurnar. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×