Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi segir að stefnt sé að þvi að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Mynd/Gísli Berg norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn. Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn.
Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira