Hættir að fljúga frá Danmörku og Svíþjóð til Bandaríkjanna og Taílands Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 11:07 Flugfélagið mun áfram fljúga frá Osló til Bandaríkjanna og Taílands. Getty Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta beinu flugi frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Bandaríkjanna og Taílands. Norrænir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Er haft eftir Charlotte Holmbergh Jansson, upplýsingafulltrúa Norwegian, að síðustu flugferðirnar á þessum leiðum verði farnar þann 29. mars á næsta ári. Flugfélagið mun þó áfram fljúga til Bandaríkjanna og Taílands frá Gardermoen-flugvelli í Osló. Aðspurð um hvað verði um viðskiptavini sem eigi bókaðar ferðir eftir 29. mars á þessum leiðum segist Holmbergh Jansson ekki halda að það eigi við um marga. Fáir eigi bókaðar slíkar ferðir. En flugfélagið muni reyna að tryggja viðskiptavinum sínum ferðir í gegnum Osló eða London eða þá endurgreiða ferðirnar. Ástæða þess að flugfélagið hætti umræddum flugleiðum er að gera flugfélagið ábatasamara og að áhersla verði lögð á aukna tíðni ferða til annarra áfangastaða í Evrópu. „Skandinavía er ekki nægilega stór fyrir flug milli heimsálfa frá Osló, Stokkhómi og Kaupmannahöfn,“ er haft eftir Matthew Wood, háttsettum stjórnanda hjá Norwegian. Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta beinu flugi frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Bandaríkjanna og Taílands. Norrænir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Er haft eftir Charlotte Holmbergh Jansson, upplýsingafulltrúa Norwegian, að síðustu flugferðirnar á þessum leiðum verði farnar þann 29. mars á næsta ári. Flugfélagið mun þó áfram fljúga til Bandaríkjanna og Taílands frá Gardermoen-flugvelli í Osló. Aðspurð um hvað verði um viðskiptavini sem eigi bókaðar ferðir eftir 29. mars á þessum leiðum segist Holmbergh Jansson ekki halda að það eigi við um marga. Fáir eigi bókaðar slíkar ferðir. En flugfélagið muni reyna að tryggja viðskiptavinum sínum ferðir í gegnum Osló eða London eða þá endurgreiða ferðirnar. Ástæða þess að flugfélagið hætti umræddum flugleiðum er að gera flugfélagið ábatasamara og að áhersla verði lögð á aukna tíðni ferða til annarra áfangastaða í Evrópu. „Skandinavía er ekki nægilega stór fyrir flug milli heimsálfa frá Osló, Stokkhómi og Kaupmannahöfn,“ er haft eftir Matthew Wood, háttsettum stjórnanda hjá Norwegian.
Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira