Rétt forgangsröðun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:30 Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Fæðingarorlof Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun