Minni hluti nýfæddra í þjóðkirkjunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Innan við helmingur barna er skráður í þjóðkirkjuna. Fréttablaðið/Anton Brink Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent