Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15