Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um gróft heimilisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:04 Lögreglan á Suðurlandi tilkynnir um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum í dag. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46