Slæst við draug skömmu fyrir opnun Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 11:31 Hópurinn sem er að gera upp nýjan skemmtistað við Hverfisgötu óttast nú að draugur sem fylgir húsinu kunni að gera óskunda. fbl/ernir „Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Sjá meira
„Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Sjá meira
Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00