Oddur skoraði níu mörk úr tíu skotum þegar Balingen gerði jafntefli við Die Eulen Ludwigshafen, 25-25, í gær.
Akureyringurinn nýtti öll átta skot sín úr opnum leik og annað af tveimur vítaskotum sem hann tók.
Þetta er í annað sinn sem Oddur er í liði umferðarinnar á tímabilinu. Hann var einnig í úrvalsliði 10. umferðar. Hann skoraði þá átta mörk í sigri á Füchse Berlin, 31-30.
Oddur hefur skorað 50 mörk í 13 leikjum á tímabilinu. Hann er næstmarkahæsti leikmaður Balingen í vetur á eftir Svartfellingnum Vladan Lipovina.
Balingen er í 11. sæti þýsku deildarinnar með ellefu stig.