Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15
Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00
Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30