Innlent

Sjö hundruð bíða meðferðar á Vogi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
7,4% núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð, það eru 26 þúsund á ári. Æ fleiri leita aðstoðar og biðlistinn lengist.

„Núna síðustu 2-3 árin hefur listinn lengst mjög mikið og nú bíða vel á sjöunda hundrað. Stundum fer yfir 700 manns á biðlista og sumir þurfa að bíða mjög lengi,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.

Sumir þurfa að bíða í meira en hálft ár eftir að komast í meðferð sem getur haft erfiðar afleiðingar í för með sér fyrir þann sem bíður og fjölskyldu hans.

„En það eru forgangshópar sem komast fyrr. Þetta er ótækt. Við getum ákveðið að hætta að vera með biðlista en þetta er raunsætt mat á því hverjir eru að biðja um að koma í meðferð.“

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir suma þurfa að bíða í hálft ár eftir meðferð.vísir/baldur
Valgerður segir að hægt væri að taka á móti fleiri sjúklingum en nú þegar er SÁÁ að greiða með rekstrinum á Vogi með styrkjum fyrirtækja og almennings.

Formaður SÁÁ bendir þingmönnum á þetta í bréfi sem hann sendi til þeirra í síðustu viku.

Þar segir að SÁÁ hafi greitt 4,5 milljarða í lögbundinn sjúkrarekstur fyrir sjúkratryggða einstaklinga á síðsutu 23 árum. Fjármagnið fari fyrst og fremst í launakostnað og þannig takist að veita fimm hundruð fleiri meðferð á ári en ríkið greiði með.

Eins og sést á þessari töflunni hér að neðan urðu framlög SÁÁ mun hærri frá árinu 2013, þegar það var tæpar fimm hundruð milljónir en nú í ár er það tæpar tvö hundruð milljónir.

Framlag SÁÁ til sjúkrarekstursins síðustu þrettán ár

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×