Menning

Thorvaldsen í Milano

Verk Thorvaldsens gleðja listunnendur í Milano.
Verk Thorvaldsens gleðja listunnendur í Milano.
Sýning á verkum Bertels Thorvaldsen stendur yfir í Milano. Sýningin var opnuð seint í síðasta mánuði í einu af helstu söfnum Milano, Gallerie d'Italie við Scalatorg. Þarna er um að ræða yfirgripsmikla kynningu á verkum Thorvaldsens og Ítalans Antonio Canova, sem taldir eru brautryðjendur nútíma höggmyndalistar. Stendur sýningin til 15. mars 2020.

Faðir Thorvaldsen var Skagfirðingurinn Gottskálk Þorvaldsson myndskeri, sem fór utan til Kaupmannahafnar 16 ára gamall og kvæntist seinna Karen Dagnes, djáknadóttur af Jótlandi. Var Bertel einkabarn þeirra.

Í grein sem Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra skrifaði á síðasta ári í aldarafmælisrit Dansk-íslenska félagsins um Thorvaldsen sagði hann: „Árið 2020 verða 250 ár liðin frá fæðingu hans. Ærin ástæða er til að þessa stórmerka myndhöggvara verði þá veglega minnst hér landi, bæði sakir uppruna hans og þeirrar ræktarsemi sem hann sjálfur sýndi „Íslandi, ættarlandi sínu“. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×