Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 16:53 Ásdís Rán og Ruja Ignatova. FBL/STEFÁN/FLICKR/ONECOIN Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent