Fjölbreytt afþreyingarþjónusta hefur byggst upp í Mýrdalshreppi á undanförnum árum, samhliða uppbyggingu hótel- og veitingahúsa. Jöklaklifur, jöklagöngur, golf og hestaleiga voru einnig nefnd í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2. Þá var sýnt hvernig ferðamenn geta upplifað bráðið, rennandi hraun.

Þátturinn um Vík verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 16.25 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Í næsta þætti „Um land allt“ mánudaginn 25. nóvember, verður áfram fjallað um Mýrdalshrepp og sjónum beint að mannlífi í Mýrdal vestan Reynisfjalls.
Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Vík: