Mýrdalshreppur

Fréttamynd

Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn

Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Enginn vilji taka á­byrgð á því hve­nær eigi að loka Reynis­fjöru

Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður segir að hún kom að Reynisfjöru snemma í morgun hafi aðstæður verið gríðarlega erfiðar, en svæðinu hafi þrátt fyrir það ekki verið lokað. Hún hafi haft samband við lögreglu sem hafi sagt að það væri ekki búið að taka ákvörðun um hver tæki ábyrgð á því að loka svæðinu ef svo bæri undir.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­hús varð öldu­gangi að bráð

Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnun, hönnun og fram­kvæmd öryggis­ráð­stafana í Reynisfjöru

Í þessari samantekt er því velt upp hvort umræða um banaslys í Reynisfjöru hafi verið of einhliða og ósanngjörn. Með áherslu á að ferðamenn séu frekar vitlausir, fylgi ekki öryggisleiðbeiningum og séu aðallega sjálfir ábyrgir á slysum sem þeir verða fyrir, erum við líklega ekki á réttri leið í þessu samtali og ólíkleg til þess að ná árangri með umbætur.

Skoðun
Fréttamynd

Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 

Innlent
Fréttamynd

Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn

Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila.

Innlent
Fréttamynd

Hundarnir þegar aflífaðir en á­kvörðun um lógun ólög­mæt

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs.

Innlent
Fréttamynd

„Það fer enginn líf­vörður út í“

Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land.

Innlent
Fréttamynd

Rauða ljósið mun blikka fyrr

Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn gangi á eigin á­byrgð til leiks við náttúru Ís­lands

Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Slysið á sama stað og við sömu að­stæður og fyrri bana­slys í fjörunni

Banaslysið í Reynisfjöru í gær varð á sama stað og við sömu aðstæður og síðustu tvö banaslys í fjörunni þar á undan að sögn landeigenda. Samráðshópur mun funda eftir helgi um frekari öryggisráðstafanir á svæðinu. Upplýsingaskilti sem sýnir svæðisskiptingu fjörunnar eftir litum fauk í óveðri fyrir nokkru síðan.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru

Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan sem fór í sjóinn er látin

Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Sakar sveitarstjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent
Fréttamynd

Kæfandi klámhögg sveitar­stjóra

Fáir myndu leggjast gegn þeirri staðhæfingu að ferðaþjónusta hafi haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag. Flest eru sammála um að áhrifin séu ekki öll jákvæð og að gera megi betur. Forsenda þess að gera betur er að rúm sé fyrir gagnrýna umræðu um það sem má fara betur.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“

Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir.

Innlent