„Pabbi og mamma,“ skrifaði Móeiður í færslu sinni og birti með mynd af hinum verðandi foreldrum, ásamt hundi sínum og sónarmynd af krílinu.
Pabbi & MammaView this post on Instagram
A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on Nov 29, 2019 at 10:42am PST
Móeiður og Hörður hafa komið víða við en búa um þessar mundir saman í Moskvu í Rússlandi, þar sem Hörður spilar með knattspyrnuliðinu CSKA Mosvka.
Móeiður hefur lokið námi við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og bloggaði um langt skeið á vefsíðunni Femme.is. Þá státar hún af nær tíu þúsund fylgjendum á Instagram. Hörður var fyrst valinn í A-landsliðshóp árið 2014 og hefur m.a. spilað með Fram og Bristol City.
Dream place, dream guy #lexasigView this post on Instagram
A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on Jun 15, 2019 at 9:10am PDT