Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 30. nóvember 2019 12:57 Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd, tekur ekki vel í nýjar tillögur dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd. Alþingi Mannanöfn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd.
Alþingi Mannanöfn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira