Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
„Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00
Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00
Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30