Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi Ari Brynjólfsson skrifar 30. nóvember 2019 08:30 Lögmaður Arons Levís sendi kröfubréf á Vigdísi. Fréttablaðið/Anton Brink Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðastliðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrirhugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæðaveiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúlismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórnsýslunni. Hún var með Dag B. Eggertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15 Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Aron Leví Beck fann tónlistina óvænt í genunum. Greindist ungur með ADHD. Opnaði þrjár málverkasýningar í sumar og ætlar að bretta upp ermar sem nýr borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 11. september 2019 08:15
Krefur Vigdísi um afsökunarbeiðni Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar fer fram á að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, biðjist afsökunar á ásökunum um spillingu. Í bréfi lögmanns er Vigdísi hótað aðgerðum. Prófessor í sagnfræði man varla eftir öðru eins. 29. nóvember 2019 06:30